Söngvarakeppni Húnaþings vestra

Það er komið að söngvarakeppninni, hún verður haldin þann 8.júní og mun hljómsveitin Albatross síðan slútta kvöldinu eins og þeim einum er lagið. Takið daginn frá!

Komdu og vertu með! Það er opið þema!

Taktu einsöng á þetta, taktu vin/vinkonu með á sviðið, vinnufélagana eða bara foreldrana. Skráning er hafin á stjorn@menhunvest.is og skráningar skulu berast fyrir 12. maí n.k.

Við viljum vekja sérstaka athygli á því að söngvarakeppnin sjálf (þátttaka og áhorf) er opin fyrir 16 ára og eldri, en þeir sem eru undir 18 ára aldri þurfa að vera í fylgd með foreldri/forráðamanni. Dansleikurinn er hins vegar aðeins fyrir 18 ára og eldri.
Lifi menningin!

Sjá tengil á viðburð

Var efnið á síðunni hjálplegt?