Söngleikurinn Hárið

Hárið
Árið er 1967 og hipparnir í New York ætla sér að breyta heiminum. Þau eru villt, frjáls og sameinuð í mótmælum og söng, í skugga Víetnamsstríðsins.

Leikflokkur Húnaþings vestra setur upp söngleikinn Hárið um næstkomandi páska. Þessi söngleikur er nú kominn á sextugsaldurinn, en er alltaf jafn ferskur og ögrandi. Hárið er kraftmikil sýning sem fagnar lífinu, frelsinu og jafnréttinu.

Leikstjóri er Sigurður Líndal Þórisson, en hann á að baki 20 ára starfsferil í leikhúslífinu í London.

Sýnt verður í Félagsheimilinu Hvammstanga dagana 17., 18., 19., 20. og 22. apríl, kl. 21:00.
Almennt miðaverð 5.500 kr.
Forsöluverð: 4.800 kr. - forsala er hafin á www.leikflokkurinn.is

Komdu og upplifðu sumar ástarinnar með okkur!

Var efnið á síðunni hjálplegt?