Sláturbasar Krabbameinsfélags Hvammstangalæknishéraðs 2018

Sláturbasarinn 2018 verður haldinn í Félagsheimilinu á Hvammstanga laugardaginn 13. október nk og hefst kl. 13:00.

Stjórn félagsins stefnir að því að hafa basarinn sem veglegastan þar sem félagið verður 50 ára þennan sama dag. Þeir sem vilja gefa á basarinn eru beðnir að hafa samband við einhverja stjórnarkvenna. Kaffibrauð og önnur matvæli eru vel þegin.

Félagsheimilið á Hvammstanga styrkir félagið með því að lána aðstöðuna til sláturgerðarinnar og fyrir basarinn endurgjaldslaust. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga og sláturhús KVH gefa einnig allt hráefni til sláturgerðarinnar. Þessi mikli velvilji gerir félaginu kleift að halda þennan basar. 

Við kunnum þessum styrktaraðilum að sjálfsögðu bestu þakkir fyrir.

Með von um góðar undirtektir nú sem endranær ásamt þökkum fyrir veittan stuðning sl 50 ár.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Stjórn Krabbameinsfélags Hvammstangalæknishéraðs

Elsche Apel, s. 451-2956
Jóna G. Ármannsdóttir, s. 451-1164/862-2512
Marín S. Karlsdóttir, s. 848-0022
Sigurbjörg Geirsdóttir, s. 895-2993
Soffía A. Steinarsdóttir, s. 897-1164

Tengill á viðburð.

Var efnið á síðunni hjálplegt?