Sjóvá Kvennhlaup ÍSÍ 2019

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður 12. júní kl. 17:00

Þátttökugjald er 2.000 kr. fyrir 13 ára og eldri en 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri. Innifalið í verðinu er Kvennahlaupsbolurinn og verðlaunapeningur.

Við hvetjum konur á öllum aldri til að taka þátt, hver kona tekur þátt á sínum forsendum og allir ættu að geta fundið vegalengd við sitt hæfi. Það er því engin tímataka í hlaupinu heldur lögð áhersla á að hver komi í mark á sínum hraða, með bros á vör.

Hlaupið verður frá Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga kl. 17:00. Vegalengdir í boði: 2 km, 5 km og 10 km.

Hvetjum konur til að mæta tímanlega til að kaupa boli og taka þátt í upphitun sem Guðrún Helga Magnúsdóttir stýrir.

Nánari upplýsingar um hvar verður hægt að kaupa boli í forsölu má finna inná www.usvh.is þegar nær dregur.

Frítt í sund fyrir þátttakendur að loknu hlaupi.

Var efnið á síðunni hjálplegt?