Sjálfstyrking og hópefli fyrir 9. og 10. bekk

 

  • Hvernig stendur þú með sjálfum þér
  • Hvernig sé ég framtíðina
  • Hvernig set ég mér markmið og fylgi þeim

Megin markmið námskeiðsins er að styrkja sjálfstraust, læra að gera sér markmið og fylgja þeim, efla félagsfærni og samskiptahæfni.

Nálgunin á námskeiðinu felst í að byggja upp í sameiningu traust og öruggt umhverfi þar sem allir fá tækifæri til þess að njóta sín á sinn hátt.

Boðið er upp á margar leiðir til þess að opna sig og tjá sig út frá ofangreindum viðfangsefnum. Með því er verið að efla sjálfstæði, sköpun, tengsl, sjálfsþekkingu og samvinnu. Hlustun og munnleg tjáning eru mikilvægir þættir sem haldið er vel utan um innan hópavinnunnar. Þannig fá allir að upplifa þá virðingu, vinsemd og viðurkenningu sem þeir þurfa og eiga skilið.

Námskeiðið fer fram í félagsmiðstöðinni Orion á fimmtudögum kl. 18.00 og hefst það fimmtudaginn 8. febrúar.

Leiðbeinandi og umsjón er Jenný Þórkatla Magnúsdóttir,

Skráning nemenda er hjá: jenny@hunathing.is  sími: 7714966

Hvet alla til að mæta.

Var efnið á síðunni hjálplegt?