Selarannsóknir við Selasetur Íslands 2008-2020

Allir eru velkomnir á Selasetur Íslands á opinn fyrirlestur dr Söndru Granquist, sem er sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun og deildarstjóri líffræðirannsóknasviðs Selaseturs Íslands.

Selarannsóknir við Selasetur Íslands 2008-2020: Samantekt af selarannsóknum sem hafa verið stundaðar við Selasetrinu, ásamt þýðingu þeirra fyrir samfélag og selastofna.

Í erindinu verður gefið yfirlit yfir selarannsóknastarfsemi sem hefur verið stundaður við Selasetrinu í samstarfi við Hafrannsóknastofnun (áður Veiðimálastofnun), allt frá því að Rannsóknardeild Selaseturs hóf störfum og þar til í dag. Tvær selategundir kæpa við Íslands strendur; útselir og landselir og því hafa rannsóknirnar einblint á þær stofnar. Mikill fækkun hefur átt sér stað í báðar stofnanir siðan talningar hófust á áttunda áratugnum og því eru báðar selategundirnar ídag á Válista íslenskra spendýra. Samhliða þessari fækkun á sér stað mikil bein og óbein samskipti sela og manna, m.a. vegna fiskveiði manna (sjómennska og laxveiðiiðnaður) og nýlega vegna uppbyggingu ferðaþjónustunnar og selaskoðun. Í ljósi þess hefur verið nauðsynlegt að rannsaka betur líffræði sela við Íslenskar aðstæður, áhrif á selastofna vegna mannavöldum, ásamt hugsanleg áhrif sela á athafnir manna. Í fyrirlestrinum verður farið yfir helstu rannsóknarverkefnin á líffræði og vistfræði sela; aðferðir við selarannsóknir útskýrðar, niðurstöður kynntar og þýðingu slíkrar rannsóknar fyrir selastofna við strendur landsins, ásamt fyrir samfélaginu, ræddar. Meðal annars verður fjallað um útbreiðslu landsela og útsela og breytingar í stofnstærð frá því að talningar hófust 1980. Fjallað verður einnig um rannsóknir á fæðuvali sela og samspil sela við sjómennskuiðnað og laxveiðar. Einnig verður fjallað um áhrif ferðamennskunar á seli og hvernig er hægt að lágmarka neikvæð áhrif vegna truflanir af mannavöldum. Fyrirlesturinn verður á íslensku.

Var efnið á síðunni hjálplegt?