Opið hús

Húnaklúbburinn er samstarfsverkefni á vegum USVH, Selasetursins og íþrótta- og tómstundafulltrúa Húnaþings vestra. Markmið klúbbsins er að stuðla að virðingu fyrir náttúrunni með því að nota staðbundna umhverfisfræðslu. Þátttakendur læra ekki einungis hvernig á að varðveita og vernda umhverfið heldur einnig hvernig þeir geti tjáð sig varðandi málefnið við aðra. Klúbburinn er ætlaður krökkum á aldrinum 13-16 ára.

Þetta er annað starfsárið hjá Húnaklúbbnum sem er að fara í gang og verður af því tilefni kynning á klúbbnum sunnudaginn 25. mars í Óríón frá kl. 10:00-12:00. Nánari upplýsingar má finna á facebook síðu Húnaklúbbsins.

Var efnið á síðunni hjálplegt?