Maríudagar 2018

30. júní og 1. júlí 2018 er ákveðið að halda Maríudaga í 9. sinn þar verður málverkasýning, verk eftir systurdóttur Maríu Ástu Björgu Björnsdóttur og einnig ljósmyndasýning á myndum Andrésar Þórarinssonar, en hann er eiginmaður Ástu.
Þess má geta að ljósmyndirnar eru teknar á þessu ári hér í héraði og má þar líta mörg kunnugleg andlit.

Á sunnudeginum í tengslum við Maríudaga er haldin „Hestamannamessa“ að Breiðabólstað, sem er næsti bær við Hvol, þá fara hestamenn ríðandi frá Hvoli, aðrir fara keyrandi og enn aðrir gangandi til messu og til baka að Hvoli þar sem drukkið er messukaffi.
Kaffið er í boði stórfjölskyldunnar frá Hvoli og sóknarnefndar.

Sjá tengil á viðburð

Var efnið á síðunni hjálplegt?