Kvennareið 2018

Kvennareiðin í ár verður með nýju sniði. Við ætlum að skella okkur í síðdegisreiðtúr saman eftir bökkum Miðfjarðarár. Lagt verður af stað frá Reykjum í Miðfirði á slaginu kl 17:00 svo best væri að vera komin tímalega á staðinn. Við ætlum að ríða fram að Norðurbraut þar sem við stoppum stutt og köstum mæðinni áður en við ríðum sem leið liggur í Gauksmýri. Þar verður okkur boðið upp á súpu og brauð. Kvennareiðarkokteill verður til sölu á 1000 kr og einnig bjór fyrir þá sem hafa klárað allar sínar veigar í steikjandi hitanum á leiðinni. 


ÞEMAÐ ER HEIÐGULT EINS OG SÓLIN Í VÍÐIDALNUM!
 

 Skráning fer þannig fram að þú sendir SMS í númerið 848-3639 og tilgreinir fjölda kvenna sem þú vilt skrá.

Herlegheitin kosta 3500 kr.

Eins og áður sagði þá endum við á Gauksmýri þar sem við fáum súpu og brauð. Þar verður hægt að kaupa sér veigar en einnig er leyfilegt að vera með sínar eigin. Sérstakur kvennareiðarkokteill verður til sölu á 1000kr svo það er um að gera að smakka á honum. Hægt verður að geyma hrossin á Gauksmýri meðan konur gera sér glaðan dag eftir reiðina.Var efnið á síðunni hjálplegt?