Kvennahlaup 2021 Húnaþingi vestra

Kvennahlaup 2021 í Húnaþingi vestra verður fimmtudaginn 16. september kl 17:00. Hlaupið verður frá íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga og í suður. Eftirfarandi vegalengdir verða í boði: 2km, 5km & 10km.
Guðrún Helga mun stjórna léttri upphitun kl. 16:45.
Konur á öllum aldri taka þátt í Kvennahlaupinu og hlaupa allar á sínum eigin forsendum. Engin tímataka er á hlaupinu enda snýst þetta um að hafa gaman og að njóta þess að hreyfa sig.
Þær sem vilja kaupa sér bol gera það á TIX: https://tix.is/is/event/11930/sjova-kvennahlaup-isi/
Þátttökugjald án þess að kaupa bol er 1.500 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir 12 ára og yngri. Hægt er að greiða þátttökugjald inni á TIX og sýna greiðsu í síma eða útprentaða þegar mætt er á svæðið. Einnig verður hægt að greiða þátttökugjald á svæðinu (enginn posi á staðnum).
Að loknu hlaupi verður frítt í sund fyrir þátttakendur.
Við hvetjum konur á öllum aldri til þess að koma og taka þátt í Kvennahlaupinu í ár!

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?