Kosningar til Alþingis 2017

Auglýsing um kjörfund vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 28. október 2017.

Kjörstaður í Húnaþingi vestra verður í Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga, 1. hæð.
Gengið er inn um nemendainngang að vestan.
Bílastæði er við skólann,íþróttahús og Kirkjuveg.
Þeir sem eiga erfitt með gang geta ekið inn á skólalóð að vestan.
Skylt er að framvísa skilríkjum verði þess óskað.
 
Kjörfundur hefst klukkan 9:00 og honum lýkur klukkan 22:00
 
Hægt er að kjósa utan kjörfundar fram að þeim tíma á skrifstofu Húnaþings vestra, nánari upplýsingar um kosningu utan kjörfundar veitir Helena Halldórsdóttir hreppstjóri í síma 893-9328
 
Kjörstjórn Húnaþings vestra
Var efnið á síðunni hjálplegt?