Kormákshlaup 2017 #3

Umf. Kormákur stendur fyrir fjórum götuhlaupum á næstunni. Keppt verður í fimm flokkum karla og kvenna, og verður keppt um þrenn verðlaun í hverjum flokki.    

Hlaupið verður frá Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga eftirtalda daga:

laugardaginn 6. maí kl. 11:00
laugardaginn 13. maí kl. 11:00 og verður verðlaunaafhending að því loknu.

Hlaupavegalengdir eru svohljóðandi:
fædd 2010 og síðar   –   300m.
fædd 2007-2009   –   600m.
fædd 2004-2006   –   800m.
fædd 2001-2003   –   800m.
fædd 2000 og fyrr   –   800m.

Til að eiga möguleika á verðlaunum þurfa keppendur að taka þátt í þremur hlaupum af fjórum og ræður þá tími í þremur hlaupum röð keppenda. Alir þátttakendur fá viðurkenningu fyrir þátttöku.

Var efnið á síðunni hjálplegt?