Jólatónleikar Lóuþræla 2018

Jólatónleikar Lóuþræla 2018

Karlakórinn Lóuþrælar heldur jólatónleika í Barnaskólanum á Borðeyri þriðjudaginn 11. desember kl. 20:30 og í Félagsheimilinu á Hvammstanga miðvikudaginn 12. desember kl. 20:30

Stjórnandi kórsins er Ólafur Rúnarsson.

Enginn aðgangseyrir.

Á tónleikunum munu einnig syngja nemendur 6. og 7. bekkjar Grunnskóla Húnaþings vestra við undirleik Aðalsteins Grétars Guðmundssonar.

Heitt súkkulaði og smákökur að loknum tónleikum.

Tónleikarnir eru styrktir af Landsbankanum á Hvammstanga og Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra.

Var efnið á síðunni hjálplegt?