Jólaföndur í Grunnskólanum

Fimmtudaginn 5. des nk verður haldið árlegt jólaföndur Foreldrafélags Grunnskóla Húnaþings vestra kl 16:30-19:00 í skólanum.Börnum á leikskólaaldri er einnig heimil þátttaka. Boðið verður uppá kaffi og kakó en miðað við að þátttakendur leggi með sér veitingar á sameiginlegt veitingaborð. Seldar verða vörur til föndurgerðar á staðnum og miðað við að byggja upp jólastemmingu þar sem börn og fullorðnir föndri saman undir jólatónlist og njóti samverustundarinnar.

Var efnið á síðunni hjálplegt?