Jafnréttisfræðsla

Jafnréttisnefnd Húnaþings vestra hefur fengið Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur kynjafræðikennara og fyrirlesara til að koma og vera með fræðslu um jafnréttismál föstudaginn 16. febrúar í Félagsheimilinu Hvammstanga.

Fræðslan hefst kl. 13:10 fyrir 8. - 10. bekk grunnskólans og nemendur í dreifnámi FNV á Hvammstanga. 

Sama dag klukkan 16:30 er foreldrum barna á öllum aldri boðið að koma, einnig er starfsfólk sem vinnur að málefnum barna og unglinga hvatt til að mæta.

Fyrirlesturinn er þáttakendum að kostnaðarlausu.
 

Sigrún Birna Gunnarsdóttir ,formaður félagsmálaráðs/jafnréttisnefndar Húnaþings vestra.

Var efnið á síðunni hjálplegt?