Íslenski Fíllinn barnasýning

Íslenski fíllinn eftir Bernd Ogrodnik.

Sýningin er sett upp af Brúðuheimum og Þjóðleikhúsinu

Sýningartími: 45 mínútur
Aldurshópur: 3-8 ára.

Miklir þurrkar geisa í Afríku – lítill, munaðarlaus fílsungi vill ekki farast. Hann hittir kríu sem hvíslar í eyra hans ævintýralegri sögu af eyju í norðri, þar sem finna megi óþrjótandi vatn í öllum mögulegum myndum. Fílsunginn ákveður að leggja upp í langt og erfitt ferðalag til að finna þennan ótrúlega stað.

Sagan um íslenska fílinn er skemmtileg og fyndin, en fjallar jafnframt um mikilvæga hluti, eins og þrautseigju og hugrekki til að takast á við hið óþekkta. En það getur reynst þrautin þyngri að aðlagast nýjum aðstæðum án hjálpar annarra.

Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir

Tónlist: Bernd Ogrodnik

Hljóðmynd: Magnús Örn Magnússon

Leikmynd: Bernd Ogrodnik

Búningar: Ólöf Haraldsdóttir

Brúðugerð – brúðuleikur: Bernd Ogrodnik

Handrit: Bernd Ogrodnik, Hildur M. Jónsdóttir

Sögumaður: Hildur M. Jónsdóttir

Tengill á viðburð

Var efnið á síðunni hjálplegt?