Hrútadagur í Miðfirði

Hrútadagur 2018 fyrir Miðfjarðarhólf verður haldinn í Ytri- Torfustaðahrepp hinum forna föstudaginn 12. október kl 20:00, staðsetning ekki komin á hreint, nánar auglýst síðar.

Keppt verður í 3 flokkum, hvítra hyrnda lambhrúta, mislita lambhrúta
og kollóttra lambhrúta, ásamt verða tveir hópar fyrir gimbrar, mislitar gimbrar (sem fá verðlaun fyrir lit og átak) og skrautgimbrar (einungis horft til litar eða sérstöðu). Hverjum bæ er heimilt að mæta til leiks með 3 hrúta í hvern flokk, og 3 gimbrar í hvern flokk. Eigi bændur aðra vel stigaða hrúta sem þeir hyggjast ekki ætla að setja á sjálfir og vilja bjóða til sölu, er heimilt að mæta með fleiri en 3 hrúta, en einungis 3 hrútar taka þátt í keppninni. Ekki verður stigað á staðnum, heldur stuðst við fyrri dóma og dagsformið látið gilda. Þannig getur hrútur sem hlotið hefur dóm upp á 86 stig endað ofar en hrútur sem hlotið hefur 87 stig. Lambhrútar þurfa að hafa hlotið að lágmarki 83 stig til þess að vera gjaldgengir. Gimbrar þurfa ekki að vera stigaðar. 
Endilega munið að taka daginn frá. 
Skipuleggjendur.

Tengill á viðburð

Var efnið á síðunni hjálplegt?