Galdrakarlinn í OZ

Leikhópurinn Lotta í samstarfi við Foreldrafélag Grunnskóla Húnaþings vestra ætlar að koma á Hvammstanga mánudaginn 19 mars og sýna Galdrakarlinn í Oz. Þetta er stórskemmtileg sýning sem leikhópurinn sýnir bæði á Höfuðborgarsvæðinu sem og um land allt.
Sýningin höfðar til allra og hvetjum við ykkur að sækja þennan stórskemmtilega viðburð með börnunum ykkar.
SVO GAMAN AÐ HAFA GAMAN SAMAN 
Sýning verðu haldin í Félagsheimilinu á Hvammstanga 19 mars kl 17:30 og miðaverð kr. 1.500.
Vonandi sjáum við ykkur sem flest því ekkert er betra en að byrja vikuna á því að kíkja í leikhús.
Sýningin er opin öllum og það er posi á staðnum.
Leikhópurinn Lotta og Foreldrafélag Grunnskóla Húnaþings vestra

Tengill á viðburð á facebook

Var efnið á síðunni hjálplegt?