Gæðingamót Þyts 2020

Gæðingamót Þyts 2020 verður haldið á Kirkjuhvammsvelli á Hvammstanga sunnudaginn 9. ágúst næstkomandi.
Boðið verður upp á eftirfarandi flokka:
· A-flokk gæðinga
· B-flokk gæðinga
· C - flokk gæðinga (bls 45 í reglunum og í Sportfeng er það undir annað, minna vanir) Skráning í c flokk sendist á emailið thytur1@gmail.com
· Ungmenni (18-21 árs á keppnisárinu)
· Unglingar (14-17 ára á keppnisárinu)
· Börn (10-13 ára á keppnisárinu)
· Skeið 100m
· Pollar (9 ára og yngri á árinu)
. Stökk og brokkkappreiðar
 
Skráningar skuli berast fyrir miðnætti miðvikudaginn 5. ágúst inn á skráningakerfi Sportfengs http://skraning.sportfengur.com/
 
Mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður flokka ef ekki næst næg þáttaka. Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 4.000 kr. og fyrir börn og unglinga 2.000 kr. Í skeiði er skráningargjaldið 2.000 kr á hest. Þeir sem eru með farandbikara mega koma þeim til mótanefndar áður en mótið hefst. Ef einhver skráir sig eftir að skráningu er lokið hækkar skráningargjaldið um 1000 kr.
Skráningargjad skal greiða um leið og skráð er og senda kvittun fyrir greiðslu skráningargjalds á netfangið thytur1@gmail.com.
Kt: 550180-0499
Rnr: 0159 - 15 - 200343
Var efnið á síðunni hjálplegt?