Eldur í Húnaþingi 2021

Eldur í Húnaþingi er árleg hátíð á Hvammstanga sem hóf göngu sína árið 2003.

Nú verður eldurinn tendraður í 19. sinn og hefur hátíðin tekið mörgum breytingum frá því hún var fyrst haldin. Fyrst um sinn var hátíðin unglistahátíð. Þá var hún bæði skipulögð og framkvæmd af ungi fólki í Húnaþingi vestra.

Með tímanum fékk hátíðin á sig fjölskyldu- og bæjarhátíðarblæ og hefur dagskráin verið breytileg með ári hverju en hún ræðst oftar en ekki af áhugasviði stjórnenda. Nú í ár hefur ungt fólk tekið við framkvæmdarstjórn hátíðarinnar á ný og þótti því viðeigandi að líta aftur til fortíðar og var innblástur fenginn frá fyrri hátíðum. Gamlir og eftirminnilegir viðburðir verða haldnir á ný ásamt þeim árlegu viðburðum sem hafa einkennt hátíðina alveg frá upphafi.

Eldur í Húnaþingi hefur mikið gildi fyrir íbúa Húnaþings vestra en hátíðin einkennist af mikilli samheldni meðal íbúanna þar sem þátttaka er lykilatriði. Góður andi og brjálað stuð hefur verið ríkjandi á Eldinum alveg frá upphafi og verður hátíðin í ár engin undantekning.

 

Hátíðin verður haldin dagana 19.-25. júlí 2021

Sjá facebook síðu Elds í Húnaþingi

Var efnið á síðunni hjálplegt?