Ég er kominn heim - Tónleikar

Tónlistarmennirnir Jogvan Hansen og Pálmi Sigurhjartarson munu daganna 13. -22. mai halda tónleika víðsvegar um landið vestan og norðanvert undir heitinu ,,Ég er kominn heim " Á dagsskránni eru lög og textar Jóns í bankanum ( Jón Sigurðsson, 1925 -1992 ) sem skildi eftir sig mikinn fjársjóð inn í íslenska dægurlagaflóru , og má segja að hvert einasta mannsbarn á landinu þekki til verka Jóns. Meðal laga sem þeir félagar flytja: Kvöldsigling, Loksins ég fann þig, Ég er kominn heim, Senn fer vorið, Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig ,Ég vil fara upp í sveit, ofl. ofl.
Og svo má alltaf búast við einhverju skemmtilegu milli laga frá þeim Jogvan og Pálma enda vanir menn í tali og tónum.
Tónleikarnir verða á veitingarstaðinum Sjávarborg á Hvammstanga.
Miðar verða seldir við innganginn og kosta 3.500,-

Var efnið á síðunni hjálplegt?