Brek á Hvammstanga

Hljómsveitin Brek heldur tónleika í félagsheimilinu á Hvammstanga laugardaginn 26. júní.
Brek er nýleg hljómsveit sem stofnuð var haustið 2018.
Lög sveitarinnar eru sungin á íslensku en hún leggur áherslu á að nota fjölskrúðugt orðbragð og nýta þannig hinn mikla og fallega orðaforða sem íslenskan hefur upp á að bjóða.
Áhrif tónlistarinnar koma úr ýmsum áttum en Brek vill leitast við að tvinna þeim saman í sinn hljóðheim og leitast þannig við að brjóta niður múra á milli tónlistarstefna ásamt því að tengja íslenskan þjóðlagaarf við aðrar tegundir þjóðlagatónlistar. Íslenska texta og raddir í bland við samspil rytmísks og dínamísks samtals hljóðfæranna notar Brek til að drífa tónlistina áfram.
Brek hlaut eina tilnefningu til íslensku tónlistarverðlaunanna 2021 í flokknum plata ársins, þjóðlagatónlist. Tónlist sveitarinnar hefur einnig ómað á öldum ljósvakans undanfarið.
 
Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og aðgangseyrir eru 2.500 kr.
Posi á staðnum.
Einnig er hægt að kaupa miða hér:
https://tix.is/is/event/11562/brek-vegslo-inn-2021/
Var efnið á síðunni hjálplegt?