10 ára afmæli Kokteilboðs Eydísar!

Kokteilboð Eydísar verður haldið föstudagskvöldið 28. desember næstkomandi á Sjávarborg.

Þetta er í 10. skiptið sem Kokteilboðið er haldið og fékk Eydís vaskar stúlkur með sér í lið, þær Hrund og Fríðu, og er komin mynd á dagskrá kvöldsins! 
Húsið opnar klukkan 21:00, og bíður fordrykkur þar eftir þessum stundvísu og einnig lukkupakki fyrir fyrstu 30 sem mæta. Gleðin hefst um 21:30 og er þemað í ár Glimmer og glamúr. 
Blush verður með kynningu á unaðsvörum fyrir okkur og einnig verður happdrætti, beer pong, tónlist og mikið fjör. 
Karlmenn eru velkomnir eftir klukkan 23:30 og stendur partýið yfir til 03:00. Aldurstakmark er 18 ár. 
Miðaverð eru litlar 2.000 kr - 1.000 kr eftir kl. 23:30. 
Hlökkum til að sjá ykkur, Eydís, Hrund og Fríða.

Tengill á viðburð

Var efnið á síðunni hjálplegt?