Fasteignin að Hvammstangabraut 10 til sölu

Fasteignin að Hvammstangabraut 10 til sölu

Húnaþing vestra auglýsir til sölu fasteignina Hvammstangabraut 10 á Hvammstanga (Sólland). Óskað er tilboða í eignina.

Húsið er steinsteypt, byggt árið 1949,  einangrað og klætt með ISPO múrklæðningu. Skráð stærð eignarinnar er 134,7 fm. Húsið er skilgreint sem atvinnuhúsnæði og verður selt skv. þeirri flokkun.

Eignin verður sýnd í samráði við Björn Bjarnason rekstrarstjóra.

Við sýningu verða afhent helstu gögn er eignina varðar.

Tilboðum skal skilað í Ráðhús Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, Hvammstanga, fyrir mánudaginn 10. október 2022, kl. 12. Skulu tilboð vera í lokuðu umslagi og innihalda upplýsingar um kaupanda, kaupverð ásamt greiðsluáætlun. Tilboð verða opnuð sama dag kl. 14 í Ráðhúsinu á fundi byggðarráðs.

Nánari upplýsingar veitir Björn Bjarnason, rekstrarstjóri, s. 771-4950, netfang: bjorn@hunathing.is

Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum.

Var efnið á síðunni hjálplegt?